Andveltitankar

Umsögn viðskiptavinar:  „Andveltitankurinn hefur reynst okkur afskaplega vel. Það er engum ofsögum sagt að þetta sé allt annað skip og líf skipverja margfalt betra. Með minni veltingi batnar vinnuaðstaða áhafnarinnar og menn ná að hvílast betur á frívaktinni. Slíkt aftur eykur afköstin. Hér helst allt í hendur og munurinn er mikill,“ segir Gylfi Kjartansson, skipstjóri á Gnúp GK-111. Andveltitankur var fyrir um ári settur í Gnúp, sem er frystitogari í eigu Þorbjarnarins. „Reynslan er mjög góð, til dæmis þegar við erum á þessum hefðbundnu togveiðum. Á úthafskarfanum í sumar þurftum við, vegna flotvindunnar, að taka tankinn úr skipinu og fundum þá strax muninn. Það eitt segir sína sögu,“ segir Gylfi sem gefur tankinum sína allra bestu einkunn.

Hönnun tanka: Stefán Guðsteinsson skipatæknifræðingur