Byggjum reiðskemmu í Nesjum
Þann 12. janúar siðastliðinn voru opnuð tilboð í að fullgera stálvirki reiðskemmu í Nesjum. Vélsm. Foss ehf var lægstbjóðandi og í framhaldinu var ákveðið að Stekkhóll sf gengi inn í tilboðið og undirritaði verksaming við Sveitarfélagið Hornafjörð um verkið. Stekkhóll sf er að háflu í eigu Vélsm. Foss ehf og að hálfu í eigu Vélsm. Hornafjarðar ehf. Verkið er hafið og gert er ráð fyrir að ljúka því eigi síðar en fyrir lok mars næst komandi.
Lesa meira