Á undanförnum árum hafa verið unnar stórfeldar endurbætur á fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar-Þinganes hf undir stjórn Þórðar Jónssonar verksmiðjustjóra. Tæki og búnaður hefur verið endurnýjaður og endurbættur í nær öllum framleiðsluferlinum frá löndun til mjölgeymslu og lýsistanka. Í dag er verksmiðjan og umhverfi hennar eigendum og starfsmönnum til sóma. Fyrir okkur starfsmenn Vélsm. Foss ehf hefur verið ánægjulegt að fá tækifæri til þess að vera þátttakendur í þessari uppbyggingu.