Hlutir í andveltitank til Ástralíu

Skrifað þann 12.08.2010

Í lok júlí sendi Vélsm. Foss ehf lokur o.fl. áleiðis til Ástralíu. Þessir hlutir fara í andveltitank sem settur verður um borð í ástralskt fiskiskip. Tankurinn og búnaður í hann er hannaður af okkur og samstarfsaðilum okkar; Stefáni Guðsteinssyni skipatæknifræðingi hjá Envo og Þorvaldi Sigurjónssyni rafmagnsverkfræðingi hjá Verkís.