Ms Jóna Eðvalds SF hélt til veiða á makríl og síld í lok maí með nýtt vökvakerfi fyrir fiskidælu og nýja slöngutromlu. Starfsmenn Vélsm. Foss ehf hönnuðu og smíðuð hvort tveggja og settu niður í skipið. Við hönnun á umræddum búnaði var m.a. lögð áhersla á góða orkunýtingu og sem besta meðferð á afla við dælinu um borð. Í þessu skyni var valið að nota stillanlegar stimpildælur í vökvakerfið og flæði- og þrýstistýra þeim úr brú skipsins. Slöngutromlan er byggð fyrir 2″ háþrýstislöngur og eina 1/2″ slöngu fyrir blæðingu frá dælumótor. Reynsla skipverja af tveggja-mánaða notkun á búnaðinum er góð og virðist hann vinna eins og til var ætlast.