Ný og velbúin skip farin til netaveiða

Skrifað þann 05.03.2010

Ný skip Skinneyja-Þinganes hf; Skinney SF og Þórir SF eru farin til netaveiða og óskum við þeim velgengni á þeim veiðum sem og á öðrum veiðum í framtíðinni. Skipin eru án efa ein glæsilegustu og best búnu íslensku fiskiskipin í sínum skipaflokki. Vélsmiðjan Foss ehf vann að ýmsum verkefnum við hönnun, smíði og  niðursetningu á tækjum og búnaði sem er um borð í skipunum. Má nefna að vökvakerfi skipana er hannað af okkur, allar vökvaknúnar vindur þar með talar netavindur og tilheyrandi tæki og búnaður til netaveiða.