Í samstarfi við Arnar skipstjóra og útgerðarmann á mb Ragnari SF-550 höfum við smíðað nýja gerð af línuskífum. Markmiðið var að smíða slitþolna skífu sem fer vel með króka minnkar þar með veiðarfærakostnað. Eftir tveggja ára reynslu af skífunni segir Arnar að þörf á endurnýjun króka hafi minnkað til muna og einnig slitni skífan mun minna en hefðbundnar skífur. Við þökkum Arnari fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf.